Fjölgað um helming í Samfylkingu 18. apríl 2005 00:01 Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira