Vildu vita um forgangsmál á þingi 19. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira