Ryðgaðir Haukar unnu Val 19. apríl 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1. Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira