Fátækt barn verður fátækt foreldri 4. maí 2005 00:01 "Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára. Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Fátækt barn í dag verður fátækt foreldri framtíðarinnar og þess vegna er mikilvægt að vinna að því að útrýma barnafátækt," segir Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hugtakið barnafátækt er frekar nýtt af nálinni en er farið að vekja athygli víða um heim. Aðeins þrjú lönd í heiminum eru talin hafa útrýmt barnafátækt, en það eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð og segir Lára mikilvægt að við reynum að feta í fótspor þeirra. "Ef fólk ætlar að tryggja eftirlaunastöðu þá þarf að hugsa fyrst um börnin. Framfærsla aldraða er kostnaðarsöm og þótt það sé ekki áhugavert að vera alltaf að velta kostnaði fyrir sér, er það eitthvað sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af sé búið vel um fólk í bernsku," segir Lára og bætir við að börn sem búið er vel að í æsku sé yfirleitt betur sett þegar það er aldrað. "Við höfum séð það hjá okkur að besta leiðin til að útrýma barnafátækt sé með fjárfestingu í mæðrum barnanna og þá einkum þeim sem eru fátækar og lítið menntaðar, en það hefur sýnt sig að það ber mestan ávöxt," segir Lára en hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu verið að vinna í þeim málum, til dæmis með því að veita konum námsaðstoð með því að hjálpa þeim í nám sem er upp að lánshæfu námi. "Við veitum nokkrum hópum þessa námsaðstoð og sjálfstyrkingu og höfum meðal annars lagt áherslu á að hjálpa einstæðum mæðrum sem eru ómenntaðar og eiga í fjárhagslegum og jafnvel félagslegum vanda," segir Lára. Námsaðstoðin breytir gífurlega miklu í lífi þessara kvenna, en margar þeirra eiga annars á hættu að verða öryrkjar fyrir lífstíð þar sem vonleysið yfirbugar þær. "Verkefnið hefur verið gífurlega spennandi og árangursríkt til að koma þeim af stað. Þær uppgötva á þessum tíma að ef þær halda þetta út þá geta þær fengið aukið sjálfstraust," segir Lára og tekur fram að það sé ofboðslega gaman að fylgjast með konunum og sjá hvernig þær breytast til hins betra. "Þetta er hluti af því að fjárfesta í mannauðnum sem annar fer til spillis ef ekkert er að gert, og auk þess er það mikill ávinningur að þetta flyst yfir á börnin," segir Lára.
Nám Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira