Áfall fyrir Blair 6. maí 2005 00:01 Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira