Eurovision 2005 - Dagur 5 - Selma klikkar ekki Pjetur Sigurðsson skrifar 15. maí 2005 00:01 Íslenski hópurinn var fremur afslappaður í dag og hafði ekki sérstaklega mikið fyrir stafni, þó hluti af honum hafi þó verið að sinna skyldustörfum. Hópurinn fór í gærkvöldi á klúbb sem er um borði í skip á Dnepr ánni þar sem Norsku flytjendurnir tróðu upp, en þeir hafa vakið óskipta athygli fyrir flutning sinn og framkomu. Það er skemmst frá því að segja að Norðmennirnir heimtuðu að Selma kæmi á svið með þeim og tók hún Wild thing með þeim og voru viðtökurnar samkvæmt mínum heimildum stórkostlegar. Hún Selma okkar klikkar ekki. Einhver myndi segja að þetta væri nú sama eurovisionbullið í mér eins og þeim sem áður hafa fjallað um þessa keppni, en það er nú einu sinni svo að það hrósa allir Selmu og framgöngu hennar. Það er svo spurningin um þýðingu þess sem þessir menn segja, ég hef efasemdir um það. Þetta Angelicu ævintýri tekur engan enda, en fyrir þá sem ekki vita þá er það söngkonan frá Hvíta Rússlandi, sem á rússneskan eiginmann, sem kemur svo í ljós að er frá Úkraínu. Þar er öllu tjaldað sem til er og það er nóg til því kallinn hennar er moldríkur. Það nýjasta í því máli er að nú hefur hún fengið vinkonu sína, sem mjög vinsæla söngkonu frá Rússlandi og er gift framleiðanda Angelicu, til að koma til Kiev til að hjálpa til við að afla atkvæða og er búið að boða til móttöku á lestarstöðinni þar sem Angelica ætlar að taka á móti vinkonu sinn, sem í kaupbæti á brúðkaupsafmæli. Það er allt notað. Það er vart þverfótað fyrir limmósíum merktum Angelica og ef heldur sem horfir þá fellur keppnin í skugga fyrir henni. Hún er að verða of stór fyrir þessa keppni. Þvílíkt rugl og ég minni enn á það að hún getur ekkert sungið. Á morgun ætla ég að skoða borgina ásamt íslenska hópnum og annað kvöld ætla ég ásamt öllum öðrum að heilsa upp á borgarstjórann í Kiev og það er aldrei að vita nema að ég þiggi hjá honum einn kaldan. Maður er nú allur að koma til í borgarlífinu hér. Eitt sem hefur vakið athygli mina og á nú svo sem ekki að koma manni á óvart, en maður tekur eftir og er eflaust arfleifð frá gömlum tímum, en það er raðamenningin og þolinmæðin sem heimamenn sýna í þeim. Við strætóstöðvar, í verslunum og á öðrum stöðum og aldrei vandamál. Leiðindakerlingin á kassanum í auglýsingunum frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, hún býr ekki í Kiev. Samskipti mín við innfædda hafa verið með ágætum, en þau hafa verið í lágmarki vegna tungumálaörðugleika. Þá virðist fólkið hér frekar lokað og þunglamalegt í samskiptum. Kannski er það vegna áratuga harðbýlis í eigin landi, en það er sama hversu maður t.d. kinkar kolli til dyravarða á keppnissvæðinu þá fær maður aldrei kink til baka. Furðulegt sem það nú er, ég þessi góðlegi maður, held ég. Það er farið að kvölda í Kænugarði á þessum hvítaunnudegi sem þeir rétttrúnaðarmenn í þessu landi virðast ekki taka mjög alvarlega, en ég hef ekki komist að því af hverju svo er. Fáfræði mín í þessum málum er hér með viðurkennd, en hér er allt opið upp á gátt, verslanir, bankar og veitingastaðir svo fátt eitt er nefnt. Það er rétt að hætta þessu hjali, nei bíðið hæg Selma var að ganga í salinn í blaðamannamiðstöðina og er strax kominn í viðtöl, stúlkan sú. Kveðja frá Kiev Eurovision Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Sjá meira
Íslenski hópurinn var fremur afslappaður í dag og hafði ekki sérstaklega mikið fyrir stafni, þó hluti af honum hafi þó verið að sinna skyldustörfum. Hópurinn fór í gærkvöldi á klúbb sem er um borði í skip á Dnepr ánni þar sem Norsku flytjendurnir tróðu upp, en þeir hafa vakið óskipta athygli fyrir flutning sinn og framkomu. Það er skemmst frá því að segja að Norðmennirnir heimtuðu að Selma kæmi á svið með þeim og tók hún Wild thing með þeim og voru viðtökurnar samkvæmt mínum heimildum stórkostlegar. Hún Selma okkar klikkar ekki. Einhver myndi segja að þetta væri nú sama eurovisionbullið í mér eins og þeim sem áður hafa fjallað um þessa keppni, en það er nú einu sinni svo að það hrósa allir Selmu og framgöngu hennar. Það er svo spurningin um þýðingu þess sem þessir menn segja, ég hef efasemdir um það. Þetta Angelicu ævintýri tekur engan enda, en fyrir þá sem ekki vita þá er það söngkonan frá Hvíta Rússlandi, sem á rússneskan eiginmann, sem kemur svo í ljós að er frá Úkraínu. Þar er öllu tjaldað sem til er og það er nóg til því kallinn hennar er moldríkur. Það nýjasta í því máli er að nú hefur hún fengið vinkonu sína, sem mjög vinsæla söngkonu frá Rússlandi og er gift framleiðanda Angelicu, til að koma til Kiev til að hjálpa til við að afla atkvæða og er búið að boða til móttöku á lestarstöðinni þar sem Angelica ætlar að taka á móti vinkonu sinn, sem í kaupbæti á brúðkaupsafmæli. Það er allt notað. Það er vart þverfótað fyrir limmósíum merktum Angelica og ef heldur sem horfir þá fellur keppnin í skugga fyrir henni. Hún er að verða of stór fyrir þessa keppni. Þvílíkt rugl og ég minni enn á það að hún getur ekkert sungið. Á morgun ætla ég að skoða borgina ásamt íslenska hópnum og annað kvöld ætla ég ásamt öllum öðrum að heilsa upp á borgarstjórann í Kiev og það er aldrei að vita nema að ég þiggi hjá honum einn kaldan. Maður er nú allur að koma til í borgarlífinu hér. Eitt sem hefur vakið athygli mina og á nú svo sem ekki að koma manni á óvart, en maður tekur eftir og er eflaust arfleifð frá gömlum tímum, en það er raðamenningin og þolinmæðin sem heimamenn sýna í þeim. Við strætóstöðvar, í verslunum og á öðrum stöðum og aldrei vandamál. Leiðindakerlingin á kassanum í auglýsingunum frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, hún býr ekki í Kiev. Samskipti mín við innfædda hafa verið með ágætum, en þau hafa verið í lágmarki vegna tungumálaörðugleika. Þá virðist fólkið hér frekar lokað og þunglamalegt í samskiptum. Kannski er það vegna áratuga harðbýlis í eigin landi, en það er sama hversu maður t.d. kinkar kolli til dyravarða á keppnissvæðinu þá fær maður aldrei kink til baka. Furðulegt sem það nú er, ég þessi góðlegi maður, held ég. Það er farið að kvölda í Kænugarði á þessum hvítaunnudegi sem þeir rétttrúnaðarmenn í þessu landi virðast ekki taka mjög alvarlega, en ég hef ekki komist að því af hverju svo er. Fáfræði mín í þessum málum er hér með viðurkennd, en hér er allt opið upp á gátt, verslanir, bankar og veitingastaðir svo fátt eitt er nefnt. Það er rétt að hætta þessu hjali, nei bíðið hæg Selma var að ganga í salinn í blaðamannamiðstöðina og er strax kominn í viðtöl, stúlkan sú. Kveðja frá Kiev
Eurovision Mest lesið Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Búa á Balí þar sem ástin kviknaði fyrst Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun