Telur ekki að samstaða muni aukast 15. maí 2005 00:01 Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. Nokkur fyrirtæki höfðu kannað möguleika á uppbyggingu stóriðju á Norðurlandi, en Norðurál var það fyrirtæki sem lengst var komið í því starfi. Tveir staðir koma helst til greina, vestanverður Eyjafjörður og Húsavík. Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir greinilegt að Suðurnesjamenn ætli að blanda sér í baráttuna um þennan bita og kjósi að gera það með fréttatilkynningum. Þetta komi ekki á óvart en það komi meira á óvart að Norðurál, sem hafi rætt við Eyfirðinga og Húsvíkinga, taki ákveðna afstöðu í málinu með viljayfirlýsingunni. Magnús Þór telur ekki forsendur fyrir því að byggja tvö álver samtímis. Ekki Húsvíkingar heldur. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík segir að það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær að hún vonaði að þetta yrði til þess að þrýsta á um aukna samstöðu meðal Norðlendinga. Magnús Þór telur að fréttirnar af Suðurnesjum geti varla haft þau áhrif. Staðan sé þannig á Norðurlandi að það séu tveir staðir í boði og Norðlendingar hafi í raun sáralítið um það að segja hvar stóriðjan verði staðsett. Þingeyingar eru enn sannfærðir um að næsta álver eigi best heima hjá þeim. Reinhard segir að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í héraði þeirra. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira