Innlent

Fleiri ó­léttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar fram­undan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Barnshafandi konum, sem Barnavernd í Kópavogi hefur haft afskipti af vegna neyslu fíkniefna á meðgöngu, hefur fjölgað frá síðustu árum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum en teymisstjóri hjá barnavernd segir ófæddu börnin geta verið í verulegri lífshættu.

Það stefnir í ótrúlega spennandi kosningar í Reykjavík að mati stjórnmálafræðings. Hann telur Viðreisn geta endað í lykilstöðu. 

Við förum yfir metnaðarfullar hagræðingaraðgerðir sem stjórnvöld ætla að ráðast í. Búist er við að starfsfólki hins opinbera fækki.

Margir ætla að klára gjafainnkaup fyrir jólin yfir helgina og hafa opnunartímar verslana verið lengdir, bæði í verslunarmiðstöðunum og miðborginni. Við verðum í beinni útsendingu með tveimur verslunareigendum í miðbæ Reykjavíkur.

Við kíkjum við á jólaæfingu í íþróttahúsinu á Selfossi og í fagurskreytt jólahús í Kópavogi. Í sportpakkanum verður farið yfir hvaða átján leikmenn skipa íslenska karlalandsliðið í handbolta fyrir komandi stórmót og í Íslandi í dag kynnumst við yngsta æðadúnsbónda landsins. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×