Rambó í Þjóðleikhúsinu 17. maí 2005 00:01 Nærgöngul saga um bróðurást er viðfangsefni íslenska leikverksins Rambó 7 sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á fimmtudag. Leikstjórinn segir engan koma heilan út úr þeim hvirfilbyl sem einkenni verkið. Rambó 7 er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið setur upp verk eftir hann. Leikstjórn er í höndum Egils Heiðars Antons Pálssonar sem einnig starfar fyrir Þjóðleikhúsið í fyrsta skipti. Leikendur eru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson, sem öll hafa starfað saman í leikhópnum Vesturporti. Verkið er nærgöngul saga um ungt fólk sem lifir í erfiðum heimi þar sem ríkir mikil merkingarleysa. Það fjallar meðal annars um það þegar strákur á þrítugsaldri fær skeyti um að bróðir hans hafi trúlega látist við friðargæslustörf í Bosníu. Egill leikstjóri segir að þá byrji einhver sérkennileg átök við það að halda þessum bróðurmissi frá sér. „Það sem nagar hann að innan er bróðurást,“ segir Egill. „Í þessum heimi er bara mjög erfitt að stóla á einhverja hluti og hlutur eins og ást er ekki eitthvað sem þú getur reiknað með. Við brynjum okkur með sleipiefnum. Þegar helvítis lífið bankar upp á einn daginn, þá fer allt í köku,“ segir Egill. Leikhús Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nærgöngul saga um bróðurást er viðfangsefni íslenska leikverksins Rambó 7 sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á fimmtudag. Leikstjórinn segir engan koma heilan út úr þeim hvirfilbyl sem einkenni verkið. Rambó 7 er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið setur upp verk eftir hann. Leikstjórn er í höndum Egils Heiðars Antons Pálssonar sem einnig starfar fyrir Þjóðleikhúsið í fyrsta skipti. Leikendur eru Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson, sem öll hafa starfað saman í leikhópnum Vesturporti. Verkið er nærgöngul saga um ungt fólk sem lifir í erfiðum heimi þar sem ríkir mikil merkingarleysa. Það fjallar meðal annars um það þegar strákur á þrítugsaldri fær skeyti um að bróðir hans hafi trúlega látist við friðargæslustörf í Bosníu. Egill leikstjóri segir að þá byrji einhver sérkennileg átök við það að halda þessum bróðurmissi frá sér. „Það sem nagar hann að innan er bróðurást,“ segir Egill. „Í þessum heimi er bara mjög erfitt að stóla á einhverja hluti og hlutur eins og ást er ekki eitthvað sem þú getur reiknað með. Við brynjum okkur með sleipiefnum. Þegar helvítis lífið bankar upp á einn daginn, þá fer allt í köku,“ segir Egill.
Leikhús Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira