Ætlum alla leið 21. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formannskjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 atkvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt.. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. "Úrslitin í dag skipta því aðeins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við söguna og mótum framtíðina," sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni hennar og Össurar allt frá síðustu alþingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Samfylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. "Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið, að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár, sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. "Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér." Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þingkosningar. "Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið." Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér allskostar á óvart. "Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var persónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira