Bíðum ekki lengur eftir breytingum 22. maí 2005 00:01 Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira