Margklofin stjórn 25. maí 2005 00:01 Ef fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar leggst gegn orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík þarf stuðning sjálfstæðismanna til þess að málið hljóti meirihlutasamþykki í stjórninni svo framarlega sem þeir sitja ekki hjá við atkvæðagreiðslu. Þegar er ljóst að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, mun vera hlynntur orkusölu til álvers en hann hefur tvöfalt vægi í stjórninni. Alls sitja sex í stjórn Orkuveitunnar og þarf af eru 5 kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar en einn, Guðmundur Páll Jónsson, er kjörinn af bæjarráði Akraneskaupstaðar. Hann segist jákvæður á orkusölu til álvers. "Ég mun taka ákvörðun í þessu máli þannig að hagsmunir Orkuveitunnar verði sem mestir. Ég tel að við höfum gert vel með því að selja raforku til stækkunar álversins á Grundartanga og er því jákvæður á fyrirhugað álver í Helguvík," segir Guðmundur. Þannig standa því þrjú atkvæði gegn tveimur ef til atkvæðagreiðslu kemur og til að hljóta afgerandi stuðning þarf atkvæði sjálfstæðismanna. Þeir hafa hins vegar ekki tekið opinbera afstöðu í málinu enda hefur það ekki enn verið kynnt í stjórninni. Hitaveitan býst við samstarfi Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segist ekki búast við öðru en að til samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur komi. "Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Orkuveita Reykjavíkur muni vilja starfa með okkur að því að uppfylla orkuþörf álversins í Helguvík ef til þess kemur. Við höfum að minnsta kosti ekki fengið skilaboð um annað. Við erum að framkvæma núna og munu geta framleitt um 145 megavött eftir stækkun en sú orka er öll seld þannig við þurfum að leita samstarfs við aðra aðila þar sem gert er ráð fyrir því að hið nýja álver muni þurfa um 350 megavött," segir Júlíus. Hann segir koma til greina að eiga samstarf við Landsvirkjun en Hitaveita Suðurnesja standi ekki í annarri trú en af samstarfinu við Orkuveituna verði. Iðnaðarráðherra kannar aðstæður Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti í gær fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og kannaði aðstæður í Helguvík. Ljóst er að álver í Helguvík er mikið kappsmál fyrir Reykjanesbæ og hagsmunir bæjarins miklir. Allt ræðst þó ákvörðunin að því hvort tekst að fá þá orku sem þarf til verkefnisins og slíkt kann að ráðast í stjórn Orkuveitunnar sem fundar um málið 1. júní. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ef fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar leggst gegn orkusölu til fyrirhugaðs álvers í Helguvík þarf stuðning sjálfstæðismanna til þess að málið hljóti meirihlutasamþykki í stjórninni svo framarlega sem þeir sitja ekki hjá við atkvæðagreiðslu. Þegar er ljóst að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, mun vera hlynntur orkusölu til álvers en hann hefur tvöfalt vægi í stjórninni. Alls sitja sex í stjórn Orkuveitunnar og þarf af eru 5 kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar en einn, Guðmundur Páll Jónsson, er kjörinn af bæjarráði Akraneskaupstaðar. Hann segist jákvæður á orkusölu til álvers. "Ég mun taka ákvörðun í þessu máli þannig að hagsmunir Orkuveitunnar verði sem mestir. Ég tel að við höfum gert vel með því að selja raforku til stækkunar álversins á Grundartanga og er því jákvæður á fyrirhugað álver í Helguvík," segir Guðmundur. Þannig standa því þrjú atkvæði gegn tveimur ef til atkvæðagreiðslu kemur og til að hljóta afgerandi stuðning þarf atkvæði sjálfstæðismanna. Þeir hafa hins vegar ekki tekið opinbera afstöðu í málinu enda hefur það ekki enn verið kynnt í stjórninni. Hitaveitan býst við samstarfi Júlíus Jón Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segist ekki búast við öðru en að til samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur komi. "Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Orkuveita Reykjavíkur muni vilja starfa með okkur að því að uppfylla orkuþörf álversins í Helguvík ef til þess kemur. Við höfum að minnsta kosti ekki fengið skilaboð um annað. Við erum að framkvæma núna og munu geta framleitt um 145 megavött eftir stækkun en sú orka er öll seld þannig við þurfum að leita samstarfs við aðra aðila þar sem gert er ráð fyrir því að hið nýja álver muni þurfa um 350 megavött," segir Júlíus. Hann segir koma til greina að eiga samstarf við Landsvirkjun en Hitaveita Suðurnesja standi ekki í annarri trú en af samstarfinu við Orkuveituna verði. Iðnaðarráðherra kannar aðstæður Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, átti í gær fund með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, og kannaði aðstæður í Helguvík. Ljóst er að álver í Helguvík er mikið kappsmál fyrir Reykjanesbæ og hagsmunir bæjarins miklir. Allt ræðst þó ákvörðunin að því hvort tekst að fá þá orku sem þarf til verkefnisins og slíkt kann að ráðast í stjórn Orkuveitunnar sem fundar um málið 1. júní.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira