Nornaveiðarar á hælum Laxness? 26. maí 2005 00:01 Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið. Bókmenntir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið.
Bókmenntir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira