Góð störf tapast vegna krónunnar 2. júní 2005 00:01 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir jafn mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk fyrirtæki kjósi nú að stofna til reksturs erlendis og því að fyrirtæki segi upp fólki hérlendis. Fregnir berast þessa dagana af erfiðleikum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir í fiskvinnslu á Bíldudal, Reyðarfirði og Stöðvarfirði jafnframt því sem Skinnaiðnaður á Akureyri áætlar að segja upp 40 manns á næstunni. "Fækkun starfa í innlendum samkeppnisiðnaði er af sömu rótum runnin og viðleitni fyrirtækja til þess að flytja störf á erlenda grund. Það er hins vegar nefnt útrás," segir Sveinn Hannesson. "Það eru mörg önnur störf en í fiskiðnaði sem eru að tapast en gætu verið arðbær. Þetta gerist vegna firnasterkrar krónu. Ég sé eftir arðbærum störfum eins og til dæmis Marel er að skapa í Slóvakíu. Þetta eru hátæknistörf og Marel fjárfestir þar fremur en í Garðabæ," segir Sveinn. Hann segir að íslenska myntin sé vitlaus og til lengri tíma litið sé ekkert annað til ráða en að leggja niður óstöðuga krónuna og taka upp evruna sem gjaldmiðil hér á landi. "Í fjárfestingarfasa rýkur krónan upp og veldur búsifjum og hið sama gerist þegar um hægist, þá með gengisfalli krónunnar. Við eigum að miða okkur við evruna. Það er hið eina skynsamlega. Aðrar þjóðir Evrópu hafa talið nauðsynlegt að draga úr sveiflum með því að taka hana upp sem gjaldmiðil. Ef einhver hefur þörf fyrir slíkt er það við. Ísland er ekki heppilegt myntsvæði í alþjóðavæddum heimi nú um stundir," segir Sveinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að stjórnvöld eigi að hætta að vinna gegn viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af þenslu og ættu nú að stöðva stóriðjustefnu sína. "Allir eru sammála um að orsakir ástandsins séu þrjár: Í fyrsta lagi stóriðjustefnan, í öðru lagi skattalækkanir stjórnvalda og í þriðja lagi ástandið á fasteignamarkaðinum. Stjórnvöld hafa möguleika á beinum aðgerðum varðandi stóriðjustefnuna. Skynsamlegast væri að lýsa því yfir að nú sé nóg komið í bili og hagkerfinu verði gefið svigrúm til kælingar," segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira