Láglaunastörf fara annað 6. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst ekki sjá hvernig útfæra eigi hugmyndir þær sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður sjávarútvegsnefndar, setti fram í ræðu á Patreksfirði á sjómannadaginn. Kristinn mælti með því að 20 þúsund tonna aflaheimildir yrðu fluttar til staða sem ekki nytu stóriðjuuppbyggingarinnar. "Við búum hér við ákveðið fiskveiðistjórnunarkerfi og allir vita hvernig það virkar. Það er ekki verið að byggja upp stóriðju nema á tveimur stöðum á landinu: á Reyðarfirði og í grennd við Akranes." Fram hefur komið að hátt gengi krónunnar veldur útflutningsgreinunum erfiðleikum, meðal annars í fiskvinnslu á Bíldudal og hjá Skinnaiðnaði á Akureyri. "Að því er varðar skinnaiðnaðinn er þetta ekki nýtt. Greinin hefur átt undir högg að sækja meðal annars vegna þess að vinnulaunin eru lægri í öðrum löndum. Greinar sem eiga erfiðast uppdráttar verða undir en í stað láglaunastarfa koma betur launuð störf. Þetta á ekki aðeins við um Ísland heldur allt alþjóðasamfélagið. Störf hafa verið að færarst héðan í fataiðnaði, sjávarútvegi og fleiri greinum, meðal annars til Kína. Þegar til lengri tíma er litið skiptir höfuðmáli að við stöndum okkur í alþjóðlegri samkeppni og ég tel að við séum að gera það," segir forsætisráðherra. Verðbólguþrýstinginn og hátt gengi krónunnar hefur verið rakið til stóriðjuframkvæmda og spennu á húsnæðismarkaði. Halldór segir að verðbólga mælist varla sé húsnæðisliðurinn dreginn frá. "Vísbendingar eru um að úr þeirri spennu sé að draga. Framkvæmdir ríkisins eru 20 prósentum minni árið 2005 og 2006 en árin næst á undan og þannig sýnir ríkissjóður mikið aðhald. Svo virðist sem framkvæmdir hjá stærri sveitarfélögunum og ástandið á húsnæðismarkaði séu aðalástæðurnar fyrir spennunni." "Ég tel að uppbyggingin í stóriðju sé mikilvæg. Margar hliðargreinar í hátækni hafa stuðning af stóriðjuframkvæmdum. Þetta kemur mjög skýrt fram hjá öllum sem starfa í slíkum hátæknigreinum," segir Halldór Ásgrímsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst ekki sjá hvernig útfæra eigi hugmyndir þær sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður sjávarútvegsnefndar, setti fram í ræðu á Patreksfirði á sjómannadaginn. Kristinn mælti með því að 20 þúsund tonna aflaheimildir yrðu fluttar til staða sem ekki nytu stóriðjuuppbyggingarinnar. "Við búum hér við ákveðið fiskveiðistjórnunarkerfi og allir vita hvernig það virkar. Það er ekki verið að byggja upp stóriðju nema á tveimur stöðum á landinu: á Reyðarfirði og í grennd við Akranes." Fram hefur komið að hátt gengi krónunnar veldur útflutningsgreinunum erfiðleikum, meðal annars í fiskvinnslu á Bíldudal og hjá Skinnaiðnaði á Akureyri. "Að því er varðar skinnaiðnaðinn er þetta ekki nýtt. Greinin hefur átt undir högg að sækja meðal annars vegna þess að vinnulaunin eru lægri í öðrum löndum. Greinar sem eiga erfiðast uppdráttar verða undir en í stað láglaunastarfa koma betur launuð störf. Þetta á ekki aðeins við um Ísland heldur allt alþjóðasamfélagið. Störf hafa verið að færarst héðan í fataiðnaði, sjávarútvegi og fleiri greinum, meðal annars til Kína. Þegar til lengri tíma er litið skiptir höfuðmáli að við stöndum okkur í alþjóðlegri samkeppni og ég tel að við séum að gera það," segir forsætisráðherra. Verðbólguþrýstinginn og hátt gengi krónunnar hefur verið rakið til stóriðjuframkvæmda og spennu á húsnæðismarkaði. Halldór segir að verðbólga mælist varla sé húsnæðisliðurinn dreginn frá. "Vísbendingar eru um að úr þeirri spennu sé að draga. Framkvæmdir ríkisins eru 20 prósentum minni árið 2005 og 2006 en árin næst á undan og þannig sýnir ríkissjóður mikið aðhald. Svo virðist sem framkvæmdir hjá stærri sveitarfélögunum og ástandið á húsnæðismarkaði séu aðalástæðurnar fyrir spennunni." "Ég tel að uppbyggingin í stóriðju sé mikilvæg. Margar hliðargreinar í hátækni hafa stuðning af stóriðjuframkvæmdum. Þetta kemur mjög skýrt fram hjá öllum sem starfa í slíkum hátæknigreinum," segir Halldór Ásgrímsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira