Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 23:06 Þau hafa verið ákærð. Getty Þrír Íslendingar voru teknir fastir af spænska þjóðvarðaliðinu í Villajoyosa fyrir vörslu mikils magns fíkniefna. Efnin fundust falin í bíl sem þeir ætluðu flytja til Ibiza. Tvær konur og einn maður á aldrinum 24 til 48 ára hafa verið ákærð. Þau eru öll íslensk. Staðarmiðillinn Todo Alicante greinir frá málinu en handtakan átti sér stað í lok mars. Lögreglumenn á svæðinu stöðvuðu bíl þeirra á hraðbrautinni. Ökumaðurinn hafi verið sýnilega taugaóstyrkur og sagt við lögreglumennina á ensku að þau væru að flýta sér að ná ferjunni frá Denía til Ibiza. Þau hafi helst viljað halda ferðinni áfram hið snarasta. Þetta fannst lögreglumönnunum greinilega grunsamlegt og var ákveðið að gera ítarlega leit í bílnum. Þar inni fundust nokkrar glerkrukkur með grasi, nokkrir pokar með kókaíni, hassi, metamfetamíni og óþekktu blái dufti. Í kjölfarið var leitað á konunum tveimur og á þeim fundust enn fleiri pokar af hinum ýmsu eiturlyfjum. Allt í allt greinir miðillinn frá því að lagt hafi verið hald á 485 grömm af kókaíni, gras, hass, metamfetamín og áðurnefnt blátt duft. Einnig var lagt hald á tæki til að lofttæma umbúðir og fleiri tæki sem lögreglu grunar að hafi átt að nota til að selja efnin. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Tvær konur og einn maður á aldrinum 24 til 48 ára hafa verið ákærð. Þau eru öll íslensk. Staðarmiðillinn Todo Alicante greinir frá málinu en handtakan átti sér stað í lok mars. Lögreglumenn á svæðinu stöðvuðu bíl þeirra á hraðbrautinni. Ökumaðurinn hafi verið sýnilega taugaóstyrkur og sagt við lögreglumennina á ensku að þau væru að flýta sér að ná ferjunni frá Denía til Ibiza. Þau hafi helst viljað halda ferðinni áfram hið snarasta. Þetta fannst lögreglumönnunum greinilega grunsamlegt og var ákveðið að gera ítarlega leit í bílnum. Þar inni fundust nokkrar glerkrukkur með grasi, nokkrir pokar með kókaíni, hassi, metamfetamíni og óþekktu blái dufti. Í kjölfarið var leitað á konunum tveimur og á þeim fundust enn fleiri pokar af hinum ýmsu eiturlyfjum. Allt í allt greinir miðillinn frá því að lagt hafi verið hald á 485 grömm af kókaíni, gras, hass, metamfetamín og áðurnefnt blátt duft. Einnig var lagt hald á tæki til að lofttæma umbúðir og fleiri tæki sem lögreglu grunar að hafi átt að nota til að selja efnin. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira