Gæti orðið erfitt að slá Einar út 7. júní 2005 00:01 Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20. Íslenski handboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Það vakti athygli að þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á fullskipuðu liði Svía í tæp sautján ár gerði liðið það án Ólafs Stefánssonar, sem sat uppi í stúku og horfði á félaga sína eiga góðan leik og yfirbuga gömlu Svíagrýluna. Ólafur var ánægður með leikinn og það að liðið skyldi spjara sig án hans. „Það var tilgangurinn," sagði Ólafur af sínu þjóðþekkta lítillæti en hann hefur leikið ellefu landsleiki gegn Svíum á ferlinum og hefur Ísland tapað þeim öllum. „Kollegi minn, Einar Holmgeirsson, spilaði frábærlega og það gæti orðið erfitt fyrir mig að vinna aftur mína stöðu. 6:0 vörnin í seinni hálfleik var líka góð og mér leist vel á það og eins það að spila með tvo línumenn. Sóknarleikurinn var líka fínn og þetta gekk mjög vel," sagði Ólafur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir leik en Einar Hólmgeirsson átti stórleik í hægri skyttunni og skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum. Einar hefur skorað 33 mörk og nýtt 63% skota sinna í fjórum síðustu leikjum án Ólafs og það er því spennandi tvíeyki sem landsliðsþjálfarinn Viggó Sigurðsson getur teflt fram á næstunni. Ólafur Stefánsson hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á Heimsmeistaramótinu í Túnis en hann kom ekki strax til móts við landsliðið að þessu sinni þar sem hann tók þátt í kveðjuleik fyrir Talant Dujshebaev um helgina. ÓIafur er klár í næstu leiki og spilar með í seinni leiknum gegn Svíum á Akureyri í kvöld. „Skrokkurinn er í fínu standi og ég verð með í leiknum fyrir norðan enda vona ég að það verði ekki fleiri setur uppi í stúku hjá mér," sagði Ólafur en leikurinn fer fram í KA-húsinu og hefst klukkan 20.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti