Margir sækjast eftir efsta sætinu 8. júní 2005 00:01 Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. "Ég leiði hópinn í dag og tel mig hafa ágæta þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna því starfi vel og gef því kost á mér áfram," segir Vilhjálmur. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, er einn þeirra sem eru að íhuga framboð. "Ég hef notað undanfarna daga til að ræða við menn og konur og þær samræður hafa verið mjög ánægjulegar. Ég tek á næstunni endanlega ákvörðun," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ætlar að taka þátt í prófkjörinu en segir óvíst hvort hann stefni á efsta sætið. "Það er ekki kominn sá tímapunktur fyrir mig að tilkynna að ég stefni á tiltekið sæti en ég stefni á eitthvert gott sæti og vona að ég fái stuðning í það," segir Gísli Marteinn. Fastlega er búist við því að Gísli Marteinn muni gefa kost á sér í efsta sætið og sama má segja um Júlíus Vífil ef hann tekur á annað borð þátt. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa hefur einnig verið nefnt. Aðrir borgafulltrúar flokksins staðfestu í samtali við Fréttablaðið að þeir myndu taka þátt í prófkjörinu að Birni Bjarnasyni undanskildum en ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Enginn þeirra er þó talinn ætla að blanda sér í slaginn um efsta sætið eftir því sem næst verður komist enda ljóst að fyrir eru sterkir frambjóðendur sem munu ætla sér að leiða lista sjálfstæðismanna. Allur undirbúningur er þó á byrjunarstigi enda prófkjörið haldið í haust. Nokkur nöfn hafa einnig verið nefnd meðal nýrra frambjóðenda, þar á meðal nafn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur varaborgarfulltrúa sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. "Ég er að skoða málin þessa dagana," sagði Þorbjörg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Allt eins getur farið að þrír eða fleiri muni keppa um fyrsta sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í haust. Enginn hefur þó lýst því opinberlega yfir að hann gefi kost á sér til forystu fyrir flokkinn í Reykjavík að undanskildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita borgarstjórnarflokksins. "Ég leiði hópinn í dag og tel mig hafa ágæta þekkingu, reynslu og áhuga til að sinna því starfi vel og gef því kost á mér áfram," segir Vilhjálmur. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, er einn þeirra sem eru að íhuga framboð. "Ég hef notað undanfarna daga til að ræða við menn og konur og þær samræður hafa verið mjög ánægjulegar. Ég tek á næstunni endanlega ákvörðun," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi ætlar að taka þátt í prófkjörinu en segir óvíst hvort hann stefni á efsta sætið. "Það er ekki kominn sá tímapunktur fyrir mig að tilkynna að ég stefni á tiltekið sæti en ég stefni á eitthvert gott sæti og vona að ég fái stuðning í það," segir Gísli Marteinn. Fastlega er búist við því að Gísli Marteinn muni gefa kost á sér í efsta sætið og sama má segja um Júlíus Vífil ef hann tekur á annað borð þátt. Nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar borgarfulltrúa hefur einnig verið nefnt. Aðrir borgafulltrúar flokksins staðfestu í samtali við Fréttablaðið að þeir myndu taka þátt í prófkjörinu að Birni Bjarnasyni undanskildum en ekki náðist í Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur. Enginn þeirra er þó talinn ætla að blanda sér í slaginn um efsta sætið eftir því sem næst verður komist enda ljóst að fyrir eru sterkir frambjóðendur sem munu ætla sér að leiða lista sjálfstæðismanna. Allur undirbúningur er þó á byrjunarstigi enda prófkjörið haldið í haust. Nokkur nöfn hafa einnig verið nefnd meðal nýrra frambjóðenda, þar á meðal nafn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur varaborgarfulltrúa sem sagði í samtali við Fréttablaðið að hún væri að íhuga alvarlega að gefa kost á sér. "Ég er að skoða málin þessa dagana," sagði Þorbjörg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira