Fengu helmingi meiri launahækkun 10. júní 2005 00:01 Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent. Æðstu ráðamenn landsins fá tveggja prósenta launahækkun í júlí samkvæmt úrskurði Kjaradóms í gær. Hækkunin kemur til viðbótar þriggja prósenta hækkun um áramótin, sem var í takt við almenna kjarasamninga. Laun ráðamanna eru ekki árangurstengd. Í lögum um Kjaradóm segir að þau starfskjör sem hann ákveði skuli vera vera í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar. Enn fremur að Kjaradómur skuli taka tillit til þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Ólafur Darri Andason, hagfræðingur ASÍ, bar saman launaþróun frá ársbyrjun 2003, almenna launaþróun og svo launahækkanir Kjaradóms. Hann segir að það hafi komið honum svolítið á óvart að þingmenn og ráðherrar hafi fengið helmingi meiri hækkanir en aðrir í þjóðfélaginu. Aðspurður hversu mikil hækkunin sé segir Ólafur Darri að honum sýnist að almennt hafi laun hækkað um 10 prósent en þingmenn og ráðherrar hafi fengið 20 prósenta hækkun á tímabilinu. Þá er ótalin sú kjarabót sem felst í eftirlaunafrumvarpinu sem þingheimur samþykkti sjálfum sér til handa. Í úrskurði Kjaradóms er tekið fram að erfitt geti verið að meta hvað raunverulega felist í almennum kjarasamningum. Launatöflur sýni tilteknar hækkarnir í prósentum en oft felist í samningunum margs konar önnur atriði sem valda því að laun hækka meira en launatöflur einar og sér segi til um. Ólafur Darri segir að í þeim launakerfisbreytingum sem gerðar hafi verið hafi aðallega verið reynt að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og það megi velta því fyrir sér hvort Kjaradómur telji að þeir sem undir hann heyri eigi að sækja sér viðmið þar. Svo gripið sé niður í mánaðarlaun þeirra sem undir Kjaradóm falla má geta þess að eftir hækkunina verða mánaðarlaun forseta Íslands rúm ein og hálf milljón króna, forsætisráðherra fær 915 þúsund krónur og aðrir ráðherrar 825 þúsund. Hvort tveggja að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 460 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira