Barnakláms leitað hjá Íslendingi 14. júní 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira