Býr sig undir herskáar aðgerðir 15. júní 2005 00:01 Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði