Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs 15. júní 2005 00:01 Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Dorrit Moussaieff nýtti sér einkaþotu Baugs aðfaranótt föstudagsins til að komast til landsins og sjá tískusýningu Mosaic Fashion Group. Þetta segir Séðog heyrt og birtir myndir af einkaflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Á einni myndanna má sjá Toyota Landcruiser jeppa sem er í eigu forsetaembættisins, jeppa sem náði í forsetafrúna á Reykjavíkurflugvöll. Séð og heyrt segir að Jón Ásgeir Jóhanesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi verið með í för. Spurður um hvort eðlilegt sé að forsetafrúin ferðist með einkaþotu Baugs sagði Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaskrifstofunnar, að skrifstofa forsetans hefði hingað til ekki verið að elta ólar við frásagnir í Séð og heyrt um forsetann og fjölskyldu hans og að hún ætli ekki að fara að byrja á því núna. Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði viðbragða þingmanna úr stjórnarliðinu og bar flestum saman um að það bæri vott um dómgreindarleysi af hálfu forsetafrúarinnar að hafa þegið flugferð í boði Baugs. Einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk svo langt að segja að slíkt væri siðlaust. Enginn var þó reiðubúinn að segja skoðun sína opinberlega undir nafni. Í leiðara Séð og heyrt segir að ekki sé nema ár síðan forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin sem hefðu bitnað harðast á fjölmiðlum sem Baugur á hlut í og að það komi skringilega fyrir sjónir að svo miklir dáleikar séu með íslensku forsetahjónunum og forráðamönnum Baugs. Í lok leiðara blaðsins segir: „Íslenska þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til forsetaembættisins að það sýnir lágmarkssjálfstæði og þiggi ekki gjafir eða aðra risnu af stórfyrirtækjum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Dorrit Moussaieff nýtti sér einkaþotu Baugs aðfaranótt föstudagsins til að komast til landsins og sjá tískusýningu Mosaic Fashion Group. Þetta segir Séðog heyrt og birtir myndir af einkaflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Á einni myndanna má sjá Toyota Landcruiser jeppa sem er í eigu forsetaembættisins, jeppa sem náði í forsetafrúna á Reykjavíkurflugvöll. Séð og heyrt segir að Jón Ásgeir Jóhanesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi verið með í för. Spurður um hvort eðlilegt sé að forsetafrúin ferðist með einkaþotu Baugs sagði Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaskrifstofunnar, að skrifstofa forsetans hefði hingað til ekki verið að elta ólar við frásagnir í Séð og heyrt um forsetann og fjölskyldu hans og að hún ætli ekki að fara að byrja á því núna. Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði viðbragða þingmanna úr stjórnarliðinu og bar flestum saman um að það bæri vott um dómgreindarleysi af hálfu forsetafrúarinnar að hafa þegið flugferð í boði Baugs. Einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk svo langt að segja að slíkt væri siðlaust. Enginn var þó reiðubúinn að segja skoðun sína opinberlega undir nafni. Í leiðara Séð og heyrt segir að ekki sé nema ár síðan forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin sem hefðu bitnað harðast á fjölmiðlum sem Baugur á hlut í og að það komi skringilega fyrir sjónir að svo miklir dáleikar séu með íslensku forsetahjónunum og forráðamönnum Baugs. Í lok leiðara blaðsins segir: „Íslenska þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til forsetaembættisins að það sýnir lágmarkssjálfstæði og þiggi ekki gjafir eða aðra risnu af stórfyrirtækjum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira