Þungur rekstur skóla og sendiráða 16. júní 2005 00:01 Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira