Meiri lausatök í góðu árferði 23. júní 2005 00:01 Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Þegar vel árar eru meiri lausatök á fjármálastjórn en ella að mati Davíðs Oddssonar, starfandi forsætisráðherra, sem telur margt til í gagnrýni Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðandi segir alvarlegan misbrest í framkvæmd fjárlaga í nýrri skýrslu og gagnrýnir ráðuneyti fyrir að bregðast illa við ítrekuðum framúrkeyrslum fjölmargra stofnana. Davíð Oddsson segir í sumum tilfellum við fjárveitingarvaldið að sakast þegar áætlanir séu ekki raunhæfar. Gott sé að fá ábendingar því betur megi eflaust gera og endurskoða þurfi reglulega til hvaða aðgerða sé gripið. Undanfarin ár hafa forstöðumenn stofnana fengið meira vald, til að mynda í launamálum. Davíð telur suma forstöðumenn hins vegar eiga erfitt með slíkar ákvarðanir í ljósi nálægðarinnar. Ríkisendurskoðun nefnir sem dæmi að hægt sé að stöðva fjárveitingar til þeirra opinberu stofnana sem ítrekað eyða meiru en þeim sé skammtað. Slíkt telur formaður BSRB hins vegar furðulega ósvífni og segir ekki ganga að láta almenna launþega gjalda fyrir stefnu stjórnvalda. Aðspurður hvort sömu lögmál ættu ekki að gilda hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, að ekki sé hægt að eyða meira fé en til er, segir Davíð Oddsson að kerfið í Bandaríkjunum sé þannig að ef fjárveitingar séu ekki fyrir hendi eða renni út stöðvist starfsemin algjörlega. Ekki hafi verið farnar slíkar leiðir hér á landi en kannski þurfi að hafa meiri aga á hlutunum. Davíð bendir þó á að skýringin sé þó örugglega sú að þegar ríkissjóður sé rekinn með margra milljarða afgangi þá verði lausatökin aðeins meiri en ella. Menn segi: „Við höfum borð fyrir báru og getum bjargað þessu.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira