Bláar stöðvar fyrir Íslendinga 27. júní 2005 00:01 Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar