Er okrað á okkur? 1. júlí 2005 00:01 Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þar til fyrir skömmu var eitt fyrirtæki svo gott sem einrátt á markaði fyrir erlend tímarit hérlendis, allt þar til Griffill og Office 1 fóru að bjóða upp á erlend tímarit á lægra verði, reyndar einnig í mun minna úrvali en Penninn - blaðadreifing sem hefur ráðið lögum og lofum á þessu sviði íslensks markaðar. Þetta kemur upp í hugann þegar maður veltir fyrir sér verðlagningu erlendra tímarita. Það hefur lengi blasað við kaupendum erlendra tímarita að þau eru afar dýr hingað komin. Algengt verð glanstímarita er kannski á bilinu þúsund til 1.400 krónur, þó fjöldann allan af tímaritum megi fá á hærra verði eða lægra. Þar til fyrir nokkrum mánuðum stóð undirritaður í þeirri trú að þetta væri nokkuð sem fólk þyrfti að sætta sig við til að fá uppáhaldstímaritin sín meðan þau væru enn ný, sérstaklega tímarit frá Bandaríkjunum sem maður hefur löngum talið að væru lengi á leiðinni til Íslands ef maður pantaði þau í áskrift eða fokdýr ef maður vildi fá þau tímanlega. Fyrir nokkru fór undirritaður þó að efast. Þá var svo að í David Letterman var vísað til efnis í nýjasta tölublaði uppáhaldstímarits undirritaðs sem þá var nýkomið út í Bandaríkjunum, ekkert merkilegt í sjálfu sér nema fyrir þá sök að þetta var annað tölublaðið sem kom út á eftir því sem þá var í sölu hér á Íslandi, hér var vel að merkja um tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Nú voru góð ráð dýr. Þegar við bættist að tímaritið hafði nýlega hækkað úr 935 krónum í 990 krónur þrátt fyrir að dollarinn væri þá í algjöru lágmarki, innan við 60 krónur, fauk í undirritaðan sem ákvað að prófa að panta sér áskrift. Ársáskriftin kostaði 2.400 krónur. Fyrir hana fást tólf tölublöð send heim á 200 krónur hvert tölublað (svo þarf auðvitað að melda 14 prósenta virðisaukaskattinn við yfirvöld, það eru 28 krónur). Hér heima fengjust tvö tölublöð fyrir sama verð, tólf tölublöð kosta 11.910 krónur, munurinn á ársvísu er því um 9.500 krónur. Þessi verðmunur væri ef til vill skiljanlegur og ásættanlegur ef maður fengi blaðið mun fyrr í íslenskum bókabúðum en með póstinum. Niðurstaðan var hins vegar þveröfug, blaðið kemur alltaf einni til tveimur vikum fyrr í pósti (á 200 krónur stykkið) en það barst í verslanir (á 990 krónur stykkið). Því gat ekki annað en vaknað spurningin: Er verið að okra á okkur? Verðið í þessu tilfelli er hærra og þjónustan verri. Þetta endurspeglast líka í tveimur úttektum Morgunblaðsins þar sem mælt hefur verið með áskrift sem hagkvæmari kosti en að kaupa erlend tímarit úti í búð, þar kemur þó ekki fram hvort tekið er tillit til þess hvenær tölublöðin berast. Tímaritið sem undirritaður pantaði er frá Conde Nast sem gefur út fjölda tímarita sem fást hér og því óhætt að ætla að í mörgum tilfellum sé hægt að spara verulegar fjárhæðir og fá blöðin fyrr en ella með því að panta þau í áskrift frekar en að kaupa stök blöð í bókabúðum. Þetta er þó væntanlega ekki algilt því fyrir fáeinum árum voru þau blöð og tímarit sem undirritaður pantaði frá öðrum útgefendum í Bandaríkjunum vanalega um mánuði lengur að berast með áskrift en í búðir, þau tímarit hefur undirritaður ekki pantað síðan og veit því ekki hvort einhver breyting hafi orðið þar á. Lengi hefur legið fyrir að flutningskostnaður hækkar vöruverð verulega. Það er skiljanlegt. Hins vegar vekur þessi verðmunur upp spurninguna um hvort hér sé hækkun í hafi eins og Hjörleifur Guttormsson talaði um þegar hann taldi eigendur álversins í Straumsvík svindla á Íslendingum. Vísbendingar eru um að hægt sé að fá tímarit mun ódýrari í íslenskum bókabúðum en nú er. Í það minnsta má spara tugi prósenta á því að kaupa blöð í Griffli eða Office 1 þó úrvalið þar sé minna en þar sem best er, í Bókabúð Máls og Menningar á Laugavegi og Eymundsson á Lækjartorgi. Forsvarsmaður Pennans - blaðadreifingar hefur sagt ástæðuna fyrir verðmuninum annars vegar flutningskostnað og hins vegar kostnað vegna þess að fyrirtækið skuldbindi sig til að vera með mikið úrval í mörgum verslunum. Svo verður að taka tillit til að lága verðið hjá Office 1 og Griffli kann að einhverju leiti að vera auglýsingabrella til að draga viðskiptavini í verslanir sínar. Sé svo á verð væntanlega eftir að hækka hjá þeim, sé þetta hins vegar fyllilega raunsætt verður Penninn - blaðadreifing væntanlega að fara að endurskoða sína stefnu. Spurningin er hins vegar hversu lengi neytendur sætta sig við að greiða svo hátt verð sem raun ber vitni. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun