Vissu ekki um fréttatilkynningu 1. júlí 2005 00:01 Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira