Þögn sló yfir Lundúnir 14. júlí 2005 00:01 Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“