Íraksstríðið ástæðan 31. júlí 2005 00:01 Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira