Upplýsir ekki skoðun á ættleiðingu 5. ágúst 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill ekki upplýsa hvaða skoðun hann hafi á því að samkynhneigðir fengju að ættleiða börn þó svo að málið heyri undir hans ráðuneyti. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra og barnauppeldis þeirra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Von er á ríkisstjórnarfrumvarpi í haust sem að öllum líkindum mun byggjast á mati nefndar sem fjallaði um réttarstöðu samkynhneigðra. Það felur í sér aukin réttindi eins og að skrá sig í óvígða sambúð og ættleiða börn innanlands. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni þegar kom að ættleiðingum barna frá útlöndum og hvort gera ætti lesbíum kleift að njóta aðstoðar við tæknifrjóvgun. Ekki náðist í Sólveigu vegna málsins. Hins vegar náðist í Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra, sem hafði þó fátt um málið að segja. Hann sagði að það yrði skoðað en hann stjórnaði ekki ferðinni og gæti því lítið tjáð sig. Björn vildi engu svara þegar hann var spurður hver hans persónulega skoðun á málinu væri. „Ég vil ekki upplýsa þig um það sem mér finnst,“ sagði hann síðan við fréttamann. Þá bætti hann við að honum fyndist ómaklegt að ráðast svona gegn Sólveigu Pétursdóttur eins og Baldur gerði. Lauk síðan símtalinu. Erfitt reynist að fá fram afstöðu ráðamanna um málið og finnst eflaust mörgum undarlegt að stjórnmálamenn geti ekki sagt hug sinn, til þess þurfi heila nefnd. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra og jafnréttisráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag en mun á morgun halda ræðu á Hinsegin dögum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira