Börnum mismunað í tónlistarnámi 8. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg og tónskólarnir - Kjartan Eggertsson skólastjóri Þegar tvö börn, sem gætu heitið Jón og Gunna, sækja um tónlistarnám í tónlistarskóla í Reykjavík er viðbúið að aðeins annað þeirra komist í námið, Jón kemst að en Gunna þarf að bíða í a.m.k. ár. Þegar árið er liðið og Jón vill halda áfram að læra þarf Gunna enn að bíða því Jón og þeir nemendur sem fyrir voru í námi hafa forgang. Þessi siður hefur lengi viðgengist og er nánast eins og regla hjá eldri tónlistarskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir niður námskostnaðinn vegna Jóns, en Gunna fær engan styrk frá Reykjavíkurborg, sem hún gæti t.d. notað til að komast í nám annars staðar. Þó svo að Jón hafi komist í tónlistarnám er ekki víst að hann njóti sambærilegrar niðurgreiðslu af hálfu Reykjavíkurborgar og aðrir nemendur. Reykjavíkurborg greiðir nefnilega mismikið niður tónlistarnám barna í borginni eftir því í hvaða tónlistarskóla þau stunda námið, eftir því í hvaða hverfi þau búa og eftir því á hvaða hljóðfæri þau læra. Þannig fer t.d. aðeins 11% þeirra kennslustunda, sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir, til tónlistarkennslu uppi í Grafarvogshverfin þó svo að þar búi 22% allra barna og ungmenna borgarinnar. Nemendur í nýrri skólum fá lægri niðurgreiðslur en nemendur eldri skóla, en þannig fá framhaldsnemendur yngri skólanna niðurgreiðslu sem væru þeir byrjendur. Og Reykjavíkurborg greiðir niður allt nám þeirra barna sem læra á blásturshljóðfæri í lúðrasveitum, en stór hluti hinna fjölmörgu gítarnemenda, sem stundar nám um þessar mundir, fær lítinn sem engan stuðning frá borginni. Borgin greiðir niður nám 2.509 nemenda, en um 20% þeirra, 500 manns, eru fullorðið fólk. 3.831 sótti um nám í tónlistarskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 2005-2006, þannig að 1.322 nemendur bíða, flestir börn. 218 sóttu um nám í Tónskóla Hörpunnar en borgin ætlar einungis að veita 1/3 hluta þeirra niðurgreiðslu á námið, eða 68. Tónskóli Hörpunnar hefur krafið borgina um breytingar á þessu úrelta kerfi, en lítið orðið ágengt. Árið 2001 fékk skólinn þann úrskurð hjá Samkeppnisstofnun að borginni væri ekki heimilt að mismuna tónlistarskólunum og mæltist stofnunin til að Reykjavíkurborg setti sér reglur um fjárveitingar til þessara mála sem væru gagnsæjar og fyrirséðar. Það var ekki fyrr en árið 2003 að borgin setti reglur sem höfðu það markmið að uppfylla tilmæli Samkeppnisstofnunar. Því miður hefur borgin ekki farið eftir þessum reglum og því kærði Tónskóli Hörpunnar til félagsmálaráðuneytisins og krafðist þess að Reykjavíkurborg færi að eigin reglum og leiðrétti fyrri úthlutanir. Úrskurður ráðuneytisins sem kom í júlímánuði sl. olli vonbrigðum, því þrátt fyrir að ráðuneytið setji út á starfsaðferðir borgarinnar þá vill það meina að borgin þurfi ekki að fara eftir eigin reglum, því: að mati ráðuneytisins verður ekki talið að reglurnar hafi sömu stöðu og bindandi reglur eða reglugerðir sem settar eru af stjórnvöldum, eftir atvikum staðfestar af æðra stjórnvaldi og síðan birtar með lögformlegum hætti, eins og segir í úrskurðinum. Þessi niðurstaða ráðuneytisins vekur upp fleiri spurningar en kærunni var ætlað að svara. Reglurnar sem borgin setti voru samþykktar með formlegum hætti eins og aðrar þær reglur sem sveitarfélög setja sér. Ef sveitarstjórnum er ekki skylt að fara eftir reglum sem þær setja sjálfum sér þá má spyrja hvort hinum almenna borgara sé skylt að hlýta þeim sömu reglum? Eftir úrskurð ráðuneytisins er óljóst hvort einhverjar reglur eru í gildi hjá Reykjavíkurborg um úthlutun fjármagns til tónlistarskóla. Tónskóli Hörpunnar er lítil og fjárvana stofnun og þess vegna leitar hún til eftirlitsstofnana samfélagsins til að úrskurða um rétt sinn gagnvart Reykjavíkurborg. Ef skólinn hefði úr meiri fjármunum að spila væri eflaust búið að leita til dómstóla til að skera úr um meint brot borgarinnar á lögum og reglum. Kæra skólans til félagsmálaráðuneytisins var áfangi á þeirri leið að fara með málið til umboðsmanns Alþingis. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hann vill taka á málinu. Í þessu máli Tónskóla Hörpunnar fara saman hagsmunir skólans og hagsmunir umbjóðenda hans þ.e.a.s. barnanna í skólanum svo og annarra barna í Reykjavík. Skólinn hefur hingað til reynt að aðskilja lög og reglur frá menningarpólitík borgarinnar í kvörtunum sínum til eftirlitsstofnananna. Það breytir þó ekki því að það að mismuna börnunum eftir því hvar þau búa eða í hvaða tónlistarskóla þau leita, er ekki aðeins hápólitískt mál sem varðar stefnu og markmið þeirra pólitísku flokka sem ráða för í Reykjavík, heldur varðar það einnig jafnréttislög og mannréttindi. Hagsmunir skólans eru hagsmunir nemandanna og öfugt. Þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld og ráðuneyti hafi bent á annmarka á stjórnsýslu borgarinnar þráast borgin við að gera nokkuð í málinu. Eðlilegast hefði verið að strax árið 2001, þegar tilmæli komu til Reykjavíkurborgar frá Samkeppnisstofnun um breytingar, að borgin hefði sjálf eytt óvissu um lagalegan rétt sinn annars vegar og tónlistarskólanna hins vegar, en ekki látið lítinn skóla úti í bæ um að reyna fá botn í málið. Og málinu er ekki lokið. Vonandi verður niðurstaðan sú að allir skólar eigi sama rétt og að öll börn fái sama rétt til að njóta niðurgreiðslna frá borginni í tónlistarnámi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar