Harka í þýsku kosningabaráttunni 13. ágúst 2005 00:01 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira