Ráðinn bani með eggvopni 15. ágúst 2005 00:01 Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Konan fannst látinn í stóru fjölbýlishúsi á varnarsvæðinu um miðnætti. Mikið blóð var á vettvangi og ljóst þykir að henni hafi verið ráðinn bani með eggvopni en áverkar voru aftan á hálsi eða höfði hennar. Sá sem grunaður er um verknaðinn er fæddur árið 1984 og hefur hann verið í haldi herlögreglunnar síðan í nótt. 29 ára íslenskri konu, sem einnig var handtekin í nótt, var sleppt úr haldi um miðjan dag í dag. Hún er ekki grunuð um aðild að verknaðinum en er mikilvægt vitni. Hún starfar ekki á varnarliðssvæðinu heldur var hún gestur varnarliðsmanns. Samkvæmt heimildum fréttasofu Stöðvar 2 stóð yfir leit að morðvopninu í og við fjölbýlishúsið í dag. Í fjölbýlishúsinu eru herbergi fyrir einheypa varnarliðsmenn og er á hverri hæð sameignleg eldunaraðstaða og setustofa en í slíku rými þykir ljóst að verknaðurinn hafi verið framinn. Íbúar á varnarliðssvæðinu voru að vonum slegnir. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, segir varnarliðsmenn mjög slegna, sérstaklega þar sem ekki liggi fyrir hver orsök dauðsfallsins hafi verið. Um sé að ræða mjög lítið samfélag en sem betur fer séu dauðsföll afar fátíð hjá varnarliðinu þannig að það fari ekki hjá því að þetta snerti alla þar. Rannsóknardeild sjóhersins vinnur að rannsókn málsins ásamt lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Von er á frekari liðsauka í kvöld en væntanlegir er bandarískir sérfræðingar í glæparannsóknum frá Bretlandi. Friðþór segir að jafnframt fari í gang ýmiss konar stuðningsferli til þess að stappa stálinu í fólk og veita þeim sem standa næst hlutaðeigandi aðilum þá aðstoð sem best sé hægt að veita á því sviði. Samkvæmt Víkurfréttum var konan stungin margsinnis á gangi á annarri hæð hússins. Konan náði að koma sér niður á fyrstu hæð þar sem hún lést. Aðrir varnarliðsmenn fundu konuna þar sem hún lá í blóði sínu í sófa blokkarinnar. Víkurfréttir hafa einnig heimildir fyrir því að sá grunaði hafi lent í deilum við þá látnu fyrir nokkrum mánuðum. Hann á að hafa haft ásamt öðrum varnarliðsmanni stolið krítarkorti stúlkunnar og tekið af því töluverðar fjárhæðir. Meintum vitorðsmanni hans var vikið úr hernum í kjölfarið. Ekki verður sagt frá nafni hinnar látnu að svo stöddu en hún var í flughernum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira