Innblástur er allt 16. ágúst 2005 00:01 "Við hlupum síðasta stóra hlaupið okkar í síðustu viku," segir Stefán Ingi Stefánsson einn þjálfara í undirbúningshóp fyrir Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþonið sem verður haldið næstu helgi. Hann hefur séð um að þjálfa þann hóp sem hefur sett sér það markmið að komast í mark og hefur hópurinn hist tvisvar í viku við tjaldstæðið í Laugardal og hlaupið þaðan. "Þetta er fólk sem hefur ekkert hlaupið áður en ætlar að hlaupa og ganga til skiptis 10 kílómetra, " segir Stefán. "Þetta hefur gengið ótrúlega vel og fólk náð miklum framförum," segir Stefán. Gífurleg þátttaka hefur verið í undirbúningnum og var hópnum skipt í þrennt. Auk hóps Stefáns var hópur sem stefnir á að hlaupa alla 10 kílómetrana og loks hópur sem stefnir á að bæta hraðann í 10 kílómetra hlaupi. "Við höfum sent út tölvupóst í hverri viku allan undirbúningstímann með æfingaplani og ýmsum fróðleik varðandi mataræði og fleira, en það eru um 450 manns sem fengu þann póst," segir Stefán. Aðspurður hvort 12 vikur séu nægur tími til að þjálfa sig fyrir hlaupið, segir hann það feikinóg. "Ef maður æfir sig reglulega þá nær maður árangri. Vel reynist að hlaupa saman í hóp því þannig fær fólk innblástur, en ég er á því að innblástur er allt," segir Stefán. Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki stórt hlaup í vikunni sem maraþonið á sér stað, þótt það þýði ekki að fólk eigi bara að leggjast upp í sófa. "Ágætt er síðustu vikuna að hreyfa sig, og jafnvel gera eitthvað annað en að hlaupa eins og að synda eða hjóla. Aðalmálið er að hafa gaman, " segir Stefán. Heilsa Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Við hlupum síðasta stóra hlaupið okkar í síðustu viku," segir Stefán Ingi Stefánsson einn þjálfara í undirbúningshóp fyrir Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþonið sem verður haldið næstu helgi. Hann hefur séð um að þjálfa þann hóp sem hefur sett sér það markmið að komast í mark og hefur hópurinn hist tvisvar í viku við tjaldstæðið í Laugardal og hlaupið þaðan. "Þetta er fólk sem hefur ekkert hlaupið áður en ætlar að hlaupa og ganga til skiptis 10 kílómetra, " segir Stefán. "Þetta hefur gengið ótrúlega vel og fólk náð miklum framförum," segir Stefán. Gífurleg þátttaka hefur verið í undirbúningnum og var hópnum skipt í þrennt. Auk hóps Stefáns var hópur sem stefnir á að hlaupa alla 10 kílómetrana og loks hópur sem stefnir á að bæta hraðann í 10 kílómetra hlaupi. "Við höfum sent út tölvupóst í hverri viku allan undirbúningstímann með æfingaplani og ýmsum fróðleik varðandi mataræði og fleira, en það eru um 450 manns sem fengu þann póst," segir Stefán. Aðspurður hvort 12 vikur séu nægur tími til að þjálfa sig fyrir hlaupið, segir hann það feikinóg. "Ef maður æfir sig reglulega þá nær maður árangri. Vel reynist að hlaupa saman í hóp því þannig fær fólk innblástur, en ég er á því að innblástur er allt," segir Stefán. Hann ráðleggur fólki að hlaupa ekki stórt hlaup í vikunni sem maraþonið á sér stað, þótt það þýði ekki að fólk eigi bara að leggjast upp í sófa. "Ágætt er síðustu vikuna að hreyfa sig, og jafnvel gera eitthvað annað en að hlaupa eins og að synda eða hjóla. Aðalmálið er að hafa gaman, " segir Stefán.
Heilsa Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira