Fjárfestar á flugi Hafliði Helgason skrifar 17. ágúst 2005 00:01 Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar