Ofbeldisbrotum fækkar í miðbænum 25. ágúst 2005 00:01 Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Skráðum ofbeldisverkum í miðborg Reykjavíkur fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili frá árinu 2000 til loka ársins 2004 samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir lögregluna í Reykjavík og kynnt var í gær. Þykir lögregluyfirvöldum þetta sýna að umtalsverður árangur hefur náðst og þakka það helst öryggismyndavélum og breyttum opnunartíma skemmti- og veitingastaða. Samkvæmt úttektinni, sem unnin var af Boga Ragnarssyni, voru skráð 463 ofbeldismál á miðbæjarsvæðinu árið 2000 en allt árið 2004 voru skráð 282 slík mál í bækur lögreglu. Fækkaði því brotum um tæplega 200 á þessum árum. Skýrsluhöfundur bendir á nokkur líkleg atriði sem orsakir þessarar fækkunar ofbeldisverka og er þar helst til að telja breyttan opnunartíma skemmti- og veitingastaða en árið 2000 var opnunartími slíkra staða ekki jafn frjáls og hann síðar varð. Annar stór þáttur er uppsetning öryggismyndavéla víðs vegar í miðbænum á þessum tíma en forvarnargildi þeirra þykir ótvírætt jafnvel þó að gögn úr slíkum vélum hafi tíðum ekki verið notuð í ákærumálum. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir skýrsluna sýna svo ekki verði um villst að staða mála í miðbænum hafi batnað til mikilla muna þvert á það sem oft á tíðum fram kemur í fjölmiðlum. "Fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn hvað miðborgina varðar. Atburðir sem þar gerast virðast fá meiri og stærri umfjallanir í fjölmiðlum en sams konar atvik annars staðar. Við höfum staðið fyrir rannsókn sem sýnir og sannar að þegar umfjöllun um miðborgina var lítil í fjölmiðlum jókst öryggistilfinning almennings til muna." Tvennt skekkir úttektina að nokkru leyti. Annars vegar er engin samanburður á því hvort brot voru almennt grófari eða vægari umrædd ár en ýmsir læknar telja líkamsárásir verða alvarlegri ár frá ári. Hins vegar er töluverður fjöldi brota sem aldrei er kærður eða kemur að öðru leyti ekki til kasta lögreglu og er því ómælanlegur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent