„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 20:00 Trektarbók verður til sýnis í Eddu næstu þrjá mánuði. Vísir/Sigurjón Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur. Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur.
Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira