Innlent

Dag­bjartur að­stoðar Daða Má

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Dagbjartur Gunnar mun aðstoða Daða Má Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.
Dagbjartur Gunnar mun aðstoða Daða Má Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnarráðið/Ívar Fannar

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ráðið Dagbjart Gunnar Lúðvíksson sem aðstoðarmann sinn. 

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem segir að hann hafi þegar hafið störf.

Dagbjartur Gunnar lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 með áherslu á samningarétt, alþjóðarétt og félagarétt. Síðast starfaði hann á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins en hefur komið víða við áður, þ.m.t. sem aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands og verkamaður hjá Veitum.

Fyrir starfar Jón Steindór Valdimarsson sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.

„Dagbjartur er uppalinn á Blönduósi og hefur fjölbreytta reynslu af félagsstörfum, meðal annars sem varaformaður Orators, félags laganema við HÍ, og formaður Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þá tók Dagbjartur sæti á Alþingi sem varaþingmaður Viðreisnar árið 2022,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×