Innlent

Byrja að kemba fjörur

Víðtæk leit að rúmlega þrítugum manni, sem enn er saknað eftir að skemmtibátur sökk við Viðey í fyrrinótt, hefur haldið áfram í dag. Leit hófst að nýju í morgun eftir að hlé var gert á henni í nótt. Fimmtán kafarar hafa leitað neðansjávar og hópar björgunarsveitarmanna eru þessa stundina að byrja að ganga meðfram allri strandlínunni frá Gróttu og upp á Kjalarnes. 

Ákveðið hefur verið að notast ekki við þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kona um fimmtugt fannst látin í gær en hinum þremur sem voru í bátnum, hjónum og ellefu ára syni þeirra, var bjargað af kili. Maðurinn og konan gengust undir aðgerð í gær og eru á batavegi. Ekki er enn vitað hvað olli slysinu en báturinn virðist hafa strandað á Skarfaskeri og sokkið í kjölfarið. Rannsóknardeild lögreglunnar hefur hafið rannsókn á aðdraganda slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×