Fjölskylda og vinir tóku þátt 11. september 2005 00:01 Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira