Valsstúlkur vekja athygli ytra 16. september 2005 00:01 Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira