Er Baugsmálið dautt? 21. september 2005 00:01 Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu? Baugsmálið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Lögspekingar og áhugafólk velta því fyrir sér nú hvað verði um Baugsmálið ef Hæstiréttur dæmir á sama veg og héraðsdómur og vísar ákærunum í Baugsmálinu frá dómi í heild sinni. Þeir hinir sömu eru að meira eða minna leyti sammála um að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem vísaði málinu öllu frá en ekki að hluta, sé meiriháttar áfall fyrir embætti Ríkislögreglustjóra og saksóknara. Fljótt á litið getur Hæstiréttur staðfest úrskurð héraðsdóms og þar með væri málinu endanlega vísað frá dómi í núverandi búningi. Lögfræðingar, þeirra á meðal Eiríkur Tómasson prófessor og fleiri, hafa bent á að ekket banni að aftur verði ákært. Í úrskurðinum frá því á þriðjudag hefur verið staldrað við það álit dómaranna í undirrétti að verknaðarlýsing á meintum brotum sakborninga í Baugsmálinu væru ófullnægjandi af hálfu ákæranda. Í þessu sambandi er athyglisvert að skoða dóm Hæstaréttar sama dag í máli Auðar Sveinsdóttur Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um meint brot á höfundarrétti gegn Halldóri Laxness. Undirréttur hafði vísað málinu frá og Auður skaut því til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar í þessu máli segir að enda þótt fallist verði á með héraðsdómara að í stefnu sé lýsing málsástæðna ágripskennd sé þess að gæta að krafa Auðar sé einkarefsikrafa. Verði í því ljósi að telja Auði hafa sett fram nægilega skýrt í hverju ætluð brot Hannesar Hólmsteins felist að hennar mati, en hafa verði í huga að ekki séu gerðar sömu kröfur um framsetningu stefnu í einkarefsimáli og gerðar séu til ákæru í opinberu máli samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Af þessum sökum þykir dómurum ekki næg efni til að vísa frá dómi refsikröfu Auðar enda verði ekki fallist á með Hannesi Hólmsteini að ætlaður óskýrleiki í kröfugerð Auðar sé þess eðlis að hann fái ekki tekið til varna með eðlilegum hætti. Með ofangreindum hætti tók Hæstiréttur sérstaklega fram - sama dag og Baugsmálið var til úrskurðar í Héraðsdómi Reykjavíkur - að ríkari kröfur séu gerðar í opinberu máli - eins og Baugsmálinu - en einkarefsimáli Auðar Laxenss gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Baugsmálinu hefur einnig verið líkt við Hafskipsmálið fyrir 20 árum. Saksóknari í málinu var í Hæstarétti dæmdur vanhæfur til að sækja málið. Það tengdist meðal annars Útvegsbankanum sáluga en þar sat bróðir hans í bankaráði. Dómstólar létu ákæranda ekki í té neinar leiðbeiningar um það hvernig bæta eða breyta mætti ákærunum. Í Baugsmálinu neyddust dómararnir til þess að vekja athygli ákæranda á að verknaðarlýsingar á meintum brotum væru ófullnægjandi í 18 af 40 ákærum. Því má segja að í Baugsmálinu hafi dómstóllinn með þeim hætti gefið ákæranda leiðbeiningar eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefur þráfaldlega bent á. Það sem skiptir ekki minna máli er ef til vill það að frá því dæmt var í Hafskipsmálinu hafa Íslendingar lögleitt Mannréttindasáttmála Evrópu og breytt mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995. Í 70. grein stjórnarskrárinnar er nú kveðið á um að öllum beri réttlát málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum. Í 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er algerlega sambærilegt ákvæði um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma frammi fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Fari svo að Hæstiréttur staðfesti úrskurð undirréttar og Baugsmálinu verði endanlega vísað frá gæti saksóknari ákært á nýjan leik. Málið yrði sett í nýjan búning. En yrði það rannsakað á ný? Yrðu settar fram aðrar eða nýjar ákærur? Hvað um nýja húsleit? Ef nýjar ákærur koma aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur verða dómarar í það skipti að fletta upp í stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Og þann dag gætu hæglega verið fjögur ár frá fyrstu húsleit hjá Baugi. Og ákæranda væri einnig í raun gefið annað tækifæri til að lagfæra ákærur að kröfum dómstólanna. Yrði þetta dæmi um réttláta málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstólum í skilningi stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu?
Baugsmálið Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent