Borgin fer fram á 151 milljón 22. september 2005 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira