Borgin fer fram á 151 milljón 22. september 2005 00:01 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að krefja olíufélögin um rúmlega 150 milljónir í skaðabætur vegna samráðs olíufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar 3. júní 1996 á eldsneytisviðskiptum fyrirtækja borgarinnar. Olíufélögin hafa frest til 14. október til að svara kröfu borgarinnar. Ef olíufélögin samþykkja ekki kröfuna, verður hún aðalkrafa í einkamáli borgarinnar gegn olíufélögunum. "Samráðið liggur alveg klárt fyrir," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem undirbjó skaðabótakröfuna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. "Þessi þrjú olíufélög gera samkomulag í september 1996 um að Skeljungur skuli hafa þessi viðskipti áfram og það er samið um að framlegð sé skipt. Þá fara fram greiðslur á milli olíufélaganna árin 1996 og 1997." Ábyrgð á tjóni borgarinnar vegna samráðsins er sagt óskipt á milli olíufélaganna, þar sem ekki er hægt að segja til um hver hagnaður hvers félags er í ólögmætum hagnaði af viðskiptunum. Í skýrslu samkeppnisráðs 2004 er deilum forsvarsmanna olíufélaganna lýst vegna efnda á þessu samkomulagi. Þar kemur fram að Olís og Olíufélagið hafi hvort um sig fengið rúmar níu milljónir frá Skeljungi vegna viðskiptanna fyrir árin 1996 og 1997. Í útboðinu 1996 var óskað eftir tilboðum vegna kaupa á gasolíu, bensíni og steinolíu fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, Malbikunarstöð Reykjavíkur og Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Samkvæmt skýrslu samkeppnisráðs lagði forstjóri Skeljungs til hvernig olíufélögin ættu að haga tilboðum sínum í útboðinu, þannig að Skeljungur biði lægsta verð. Munur olíufélaganna á tilboðunum mældist í aurum. Árið 2001 var aftur óskað eftir tilboðum á olíuviðskiptum borgarinnar. Samkvæmt skýrslu Vilhjálms var þá bæði meiri munur á milli tilboða félaganna, auk þess sem mun hagstæðara verð fékkst en í útboðinu 1996. Olís var þá með hagstæðasta tilboðið og bauð tæpum 15 krónum lægri dísilolíu á lítrann en Reykjavíkurborg hafði verið að greiða samkvæmt eldra tilboðinu en þá hafði grunnverð frá dælu hækkað um rúmar fimm krónur. Vilhjálmur segir bótakröfuna reiknaða út frá afslætti af verðlistatilboði í útboðinu 2001, sem ekki fékkst 1996 vegna samráðsins. Krafa vegna olíukaupa SVR/Stætó bs. hljóðar upp á 125.611.680 krónur. Krafa vegna olíukaupa Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 25.923.814 krónur. Ekki er gerð krafa vegna Malbikunarstöðvarinnar, sem gerð varð að hlutafélagi mánuði eftir útboðið og samdi því sjálf um kaup á olíu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira