Slæmur fyrri hálfleikur í gær 24. september 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Tékkum 1-0 í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2007. Mark Tékka kom eftir aðeins átta mínútna leik. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim seinni og var óheppið að vinna ekki. Höfðu byrjað vel Fyrir leikinn í gær var íslenska liðið í efsta sæti riðilsins. Fyrstu tveir leikirnir voru góðir hjá liðinu, fyrst vannst sigur á Hvít-Rússum hér heima og svo jafntefli við Svía í eftirminnilegum leik ytra.Það var því mikið sjálfstraust í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í smábænum Kravare í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik notuðu íslensku stelpurna hálfleikinn til að þjappa sér saman og það var engu líkara en það væri nýtt íslenskt lið sem kom út úr búningsherbergjunum í síðari hálfleik. Þá fór boltinn að rúlla betur og fjölmörg færi sköpuðust. Það besta féll í skaut Margréti Láru Viðarsdóttur sem fór illa að ráði sínu í góðu færi. Mikil vonbrigði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum ekki sáttur að leik loknum. „Þessi úrslit eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur. Við erum öll hundfúl og stelpurnar eru sársvekktar að hafa ekki í það minnsta náð jafntefli. Við sáum aldrei til sólar í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sköpuðum við okkur mikið af færum. Við vorum óheppnar að jafna ekki sérstaklega þegar Margrét Lára skoraði ekki. Úr slíkum færum skorar Margrét Lára úr í níutíuogníu skiptum af hundrað. Svona er fótboltinn," sagði Jörundur Áki. Aðspurður hvaða leikmann hann hafi verið ánægðastur með sagði Jörundur: „Ég var í raun og veru ekki ánægður með einn eða neinn. Olga Færseth átti að vísu góða innkomu í byrjun síðari hálfleiks og á hrós skilið. Þetta tap í dag setur okkur í mjög erfið mál því aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum." Á sama tíma og íslenska liðið brotlenti gegn því tékkneska sigruðu sænsku stelpurnar þær hvítrússnesku með sex mörkum gegn engu og eru því komnar í efsta sæti riðilsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira