Ýjar að því að hafa gögn um Baug 26. september 2005 00:01 Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira