Flugvöllur í þágu allra landsmanna 29. september 2005 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans Á borgarstjórnarfundi 20. september sl. kom skýrt í ljós að F-listinn er eina aflið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Á fundinum lagði undirritaður fram svohljóðandi tillögu: "Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á að tryggja beri áframhald innanlands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu og að ekki komi til greina að flytja Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur. Tekið er undir óskir óskir fólks hvaðanæva af landinu um að allir landsmenn eigi greiðan aðgang að stærstu sjúkrahúsum þjóðarinnar. Einnig þarf að vera mögulegt að mynda loftbrú til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna náttúruhamfara eða mengunarslysa." Tillagan var kolfelld með atkvæðum allra borgarfulltrúa R- og D-lista gegn atkvæði undirritaðs. Sú niðurstaða afhjúpar kúvendingu D-listans í flugvallarmálinu, sem vill án skilyrða vísa flugvellinum úr borgarlandinu, og þar með beina leið til Keflavíkur. Að vísu reynir D-listinn að tala tungum tveim í flugvallarmálinu. Hann segist einn daginn fylgjandi flugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hinn daginn greiðir hann atkvæði gegn tillögu í borgarstjórn um að tryggja áframhald flugs á höfuðborgarsvæðinu. Þegar D-listinn lætur verkin tala fórnar hann þýðingarmiklum hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins fyrir fyrir tímabundinn ávinning í atkvæðasmölun. Þar á bæ hefur tækifærismennskan öll völd og hringlandahátturinn í Vatnsmýrarmálinu er apaður eftir R-listanum. Eins og flestum ætti að vera kunnugt var blekið varla þornað eftir undirritun samkomulags borgaryfirvalda og samgönguráðherra um endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar þegar R-listinn vildi vísa flugvellinum úr borgarlandinu. Samkomulagið frá 1999 festi flugvöllinn í Vatnsmýrinni í sessi til ársins 2024, en skyndilega vildu borgaryfirvöld völlinn á brott fyrir þann tíma. Það nýjasta í málefnum Vatnsmýrarinnar er fyrihuguð hugmyndasamkeppni um skipulag þar án flugvallar, sem er ekki á leiðinni úr borgarlandinu a.m.k. næstu 19 árin. Slík hugmyndasamkeppni fyrir 100 milljónir króna er með öllu ótímabær og nýting þessara fjármuna fráleit.. Þó að hugmyndir um allt að 20.000 manna byggð í Vatnsmýri kunni að líta vel út á teikniborði mættu hugmyndasmiðir R- og D-lista tylla þó ekki væri nema öðrum fæti á jörðina. Erfitt væri að tengja umferð vegna svo mikillar byggðar vestan við Öskjuhlíðna við aðrar umferðaræðar í borgarlandinu. Fullyrða má að slík ofurbyggð í Vatnsmýri myndi leiða af sér mun stærri umferðarhnúta vestan Kringlumýrarbrautar en við höfum áður kynnst. Skynsamlegra væri að haga málum þannig að hófleg uppbygging ætti sér stað í norðurhluta Vatnsmýrarinnar og halda eftir flugvelli í suðurhlutanum. Austur/vestur braut flugvallarins veldur borgarbúum litlum ama og vel má færa til norður/suður brautina þannig að flug leggist af yfir miðborginni. Þó að undirritaður telji það góðan kost að flytja flugvöllinn á Álftanesið er ólíklegt að íbúar þar og samgönguyfirvöld féllust á það. Samgönguráðherra hefur gefið í skyn að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og fluttur til Keflavíkur ef borgaryfirvöld vísa vellinum úr borgarlandinu. Á meðan svo er þarf að gera áfram ráð fyrir flugvelli í Vatnsmýrinni en í breyttri mynd. Þannig mætti ná sátt milli þarfarinnar fyrir uppbyggingu í Vatnsmýrinni og flugsamgangna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar