Mati HSBC á bankatilboðum breytt 5. október 2005 00:01 Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rökstutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæðingu, HSBC, um einkavæðingu ríkisbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhent í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafnaði framkvæmdanefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn samkvæmt efri mörkum verðtilboðs þeirra,eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmdanefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmdanefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbankanum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildra þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi framkvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilíkaninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í myndina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Landsbankann var betra en Samsons í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upphaflega með að stuðst yrði við.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Forstöðumenn Sólheima lýsa yfir stuðningi við stjórnendur Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira