Latibær með flestar tilnefningar 28. október 2005 18:59 Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins. Eddan Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Heiðursverðlaun ÍKSA, (íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar) í ár hlýtur Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum menntamálaráðherra, fyrir framlag sitt til stofnunar Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978.Stöð2 hlýtur fjórar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis, fyrir IDOL stjörnuleit II , Það var lagið, Sjálfstætt fólk og Einu sinni var.RÚV hlýtur tvær tilnefningar fyrir sjónvarpsefni, þættina Í brennidepli og Útlínur.Skjár1 hlýtur sömuleiðis tvær tilnefningar, annars vegar fyrir Sirrý og hins vegar Sjáumst með Sylvíu nótt. Notendur Vísis geta tekið þátt í kjöri á besta sjónvarps- og kvikmyndaefni síðasta árs og besta fagfólkinu. Kosning er hafin hér á Vísi og gilda atkvæði Vísinotenda 30% á móti atkvæðum akademíunnar. Nöfn þeirra sem taka þátt í kosningunni á Vísi fara í pott og hlýtur heppinn þátttakandi miða fyrir tvo á verðlaunahátíð Eddunnar. Eingöngu Vísinotendur geta tekið þátt í vali á sjónvarpsmanni ársins. Kosning stendur til klukkan 16. föstudaginn 11. nóvember en verðlaunin verða afhent á Hótel Nordica sunnudaginn 13. nóvember. Meðan á hátíðinni stendur fer fram SMS-kosning um þá fimm sjónvarpsmenn og konur sem hljóta flest atkvæði í netkosningu hér á Vísi. Niðurstaðan úr SMS-kosningunni ræður svo úrslitum um hver hlýtur titilinn sjónvarpsmaður ársins.
Eddan Menning Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira