Ríkisstjórnin klúðraði málinu 30. desember 2005 16:32 Stjórnarandstæðingar telja mun erfiðara að taka á úrskurði kjaradóms eftir að hann tekur gildi um áramót en hefði verið ef þing hefði komið saman fyrir áramót. Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag eftir að ákvörðun stjórnvalda um að kveða þing ekki saman fyrir áramót lá fyrir. Allir viðmælendur NFS úr þeirra röðum eru sammála um að mun erfiðara verði að bregðast við úrskurði kjaradóms eftir áramót þegar hann hefur tekið gildi en hefði verið ef gildistöku hans hefði verið frestað. "Það eru vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki grípa það tækifæri sem stjórnarandstaðan rétti upp í hendurnar á henni, fyrst á Þorláksmessu þegar nægilegt svigrúm var til að láta þing koma saman og síðan ítrekuðum við þetta í gær," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún er ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eftir að kjaradómur komst að niðurstöðu sinni. "Þeir hafa haft öll tækifæri í málinu og þeir eru einfaldlega búnir að klúðra því." "Ég er furðu lostinn," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kalla þing ekki saman. "Nú er ljóst að vegna klúðurslegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar mun þing ekki koma saman fyrir áramót eins og stjórnarandstaðan bauð upp á." "Það er náttúrlega fyrst og fremst klúður hjá ríkisstjórninni að hafa ekki valið að þiggja tilboð stjórnarandstöðunnar um að klára þetta fyrir áramót með því að fresta gildistöku úrskurðarins," segir Guðjón A. Magnússon. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Kjaramál Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna funduðu í dag eftir að ákvörðun stjórnvalda um að kveða þing ekki saman fyrir áramót lá fyrir. Allir viðmælendur NFS úr þeirra röðum eru sammála um að mun erfiðara verði að bregðast við úrskurði kjaradóms eftir áramót þegar hann hefur tekið gildi en hefði verið ef gildistöku hans hefði verið frestað. "Það eru vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi ekki grípa það tækifæri sem stjórnarandstaðan rétti upp í hendurnar á henni, fyrst á Þorláksmessu þegar nægilegt svigrúm var til að láta þing koma saman og síðan ítrekuðum við þetta í gær," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Hún er ósátt við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eftir að kjaradómur komst að niðurstöðu sinni. "Þeir hafa haft öll tækifæri í málinu og þeir eru einfaldlega búnir að klúðra því." "Ég er furðu lostinn," segir Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kalla þing ekki saman. "Nú er ljóst að vegna klúðurslegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar mun þing ekki koma saman fyrir áramót eins og stjórnarandstaðan bauð upp á." "Það er náttúrlega fyrst og fremst klúður hjá ríkisstjórninni að hafa ekki valið að þiggja tilboð stjórnarandstöðunnar um að klára þetta fyrir áramót með því að fresta gildistöku úrskurðarins," segir Guðjón A. Magnússon.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Kjaramál Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira