Mugison kom, sá og sigraði 2. febrúar 2005 00:01 Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem veitt voru í kvöld og fór heim með fern verðlaun. Mugison sigraði í flokkunum besta poppplatan, besta lagið, besta plötuumslagið og vinsælasti flytjandinn en kosning í síðasttalda flokknum fór fram hér á Vísi. Aðrir flytjendur sem gátu unað vel við sitt voru meðal annars Ragnheiður Gröndal sem vann til tvennra verðlauna, fyrir bestu dægurlagaplötuna og sem söngkona ársins. Reggíhljómsveitin Hjálmar þótti hafa gefið út bestu rokkplötuna og vera bjartasta vonin. Páll Rósinkranz var valinn söngvari ársins en hljómsveitin Jagúar flytjandi ársins. Samúel Jón Samúelsson, Sammi í Jagúar, var einnig sigursæll. Hann var valinn flytjandi ársins í jazzflokki ásamt hljómsveitinni Jagúar, átti bestu plötuna ásamt Tómasi R. Einarssyni auk þess sem Jagúar var valin flytjandi ársins í popp,- rokk- og dægurtónlistarflokki. Tómas R. vann síðan verðlaun fyrir besta tónverkið, sem nefnist Ást og er að finna á plötu hans og Samúels, Dansaðu fíflið þitt dansaðu! Þess má geta að Tómas R. vann einnig verðlaun fyrir bestu jazzplötuna á síðasta ári, Havana. Í flokknum Ýmis tónlist vann Ellen Kristjánsdóttir íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötuna Sálmar, sem naut gríðarlegra vinsælda fyrir síðustu jól. Heiðursverðlaunin féllu að þessu sinni í skaut Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. Þá hlaut Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang útflutningsverðlaun Reykjavíkur - Loftbrúar fyrir eftirtektarverða útrás á erlendri grundu á síðasta ári.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira